Kein Sozialismus ohne unabhängige Währung

https://www.visir.is/g/20242635087d/enginn-sosialismi-an-sjalfstaeds-gjaldmidils

Von AnyStand5436

6 Comments

  1. festivehalfling on

    Það er krónan sem gerir auðstéttinni kleift að halda okkur meðaljónunum föngnum í endalausum vítahring verðbólgu og hárra vaxta. Þessi þykistusósíalisti sem gerir lítið annað en að dásama alræðisstjórnir út um allan heim er á villigötum í þessu eins og svo mörgu öðru.

  2. God-Empress on

    Það sem mér finnst leiðinlegt við svona greinar, og þá kannski helst við marga þessa tankies í flokknum, er að þeir eru með fullt af gagnrýni en engar lausnir. Eina sem kemur t.d. fram í þessari grein er að vondu kapítalistarnir eru að eyðileggja kerfið og halda því í skefjum. Í sjálfu sér er ég ekki ósammála því en ég væri til í að sjá einhverjar lausnir settar upp á borð annað en “socialists unite!” Komið með einhverjar hugmyndir og skrefin í átt að því. Annars verður þetta allt bara þeoría og lítið annað.

    Svo lengi sem enginn er til í að setja fram mögulega lausnir þá virka svona greinar alltaf á mig sem “angry man shakes fists at sky” jarm.

  3. Andri vill ekki ganga í ESB því það myndi banna Sósíalistum að þjóðnýta fjármálakerfið.

    > Þjóðnýting fjármálakerfisins og bankanna, sem er nauðsynleg til að byggja upp sósíalískt ríki, eða annars iðnaðar myndi brjóta gegn sáttmálanum.

    Ég vil ekki ganga í ESB, að vísu vil ég ekki þjóðnýta fjármálakerfið heldur. En svona þegar Andri talar um að hann vilji að sitt fólk komist í sjóði annarra, þá má muna að þegar pólitískir bandamenn hanns fengu fjárveitingarvald í Eflingu skófluðu þau út 20 milljónum til hanns fyrir að gera vefsíðu sem hann kláraði ekki einu sinni.

  4. Enginn gjaldmiðill er sjálfstæður í núverandi alþjóðasamfélagi.

  5. prumpusniffari on

    >Þjóðnýting fjármálakerfisins og bankanna, sem er nauðsynleg til að byggja upp sósíalískt ríki, eða annars iðnaðar myndi brjóta gegn sáttmálanum.

    Þetta er svolítið eins og maður sem hefur mætt einu sinni í ræktina að hafa áhyggjur af því að öll fötin hans muni ekki lengur passa á hann þegar hann er orðinn ógeðslega massaður.

    Það er tvísýnt og jafnvel ólíklegt að Sósíalistaflokkurinn nái yfir 5% fylgið sem þarf til að fá mann á þing, en við erum að hafa áhyggjur af því hvað gerist eftir fullanaðarsigur sósíalismans, þegar Alþýðulýðveldið Ísland fer að þjóðnýta fjármálakerfið?

    Eigum við ekki bara að taka eitt skref í einu? Byrja kannski á að nota þau litlu áhrif sem flokkurinn fær kannski með 3 þingmönnum eftir kosningar til þess að auka jöfnuð og bæta lífskjör lágstéttarfólks?

  6. Góð grein og hárrétt greining. Sósíalismi er innan þjóðríkis með eigin gjaldmiðil. Næst á dagskrá: vinstri stjórn með fullt vopnabúr fyrir hag almennings, ekki fjárlagareglur að utan.

Leave A Reply