Tags
Aktuelle Nachrichten
America
Aus Aller Welt
Breaking News
Canada
DE
Deutsch
Deutschsprechenden
Europa
Europe
Global News
Internationale Nachrichten aus aller Welt
Japan
Japan News
Kanada
Karte
Konflikt
Korea
Krieg in der Ukraine
Latest news
Nachrichten
News
News Japan
Russischer Überfall auf die Ukraine seit 2022
Science
South Korea
Ukraine
Ukraine War Video Report
UkraineWarVideoReport
Ukrainian Conflict
UkrainianConflict
United Kingdom
United States
United States of America
US
USA
USA Politics
Vereinigte Königreich Großbritannien und Nordirland
Vereinigtes Königreich
Welt
Welt-Nachrichten
Weltnachrichten
Wissenschaft
World
World News
2 Comments
**Fum og fár í Sjálfstæðisflokki**
^Stefán ^Ólafsson ^segir ^að ^Sjálfstæðisflokkurinn ^sé ^ekki ^lengur ^svipur ^hjá ^sjón, ^en ^fylgistap ^flokksins ^hafi ^byrjað ^löngu ^áður ^en ^til ^núverandi ^stjórnarsamstarfs ^kom.
Það hefur verið skondið að fylgjast með þingmönnum og forystu Sjálfstæðisflokksins undanfarið. Þar hefur hver höndin verið upp á móti annarri og sumir jafnvel misst yfirvegun sína og heimtað tafarlaus slit ríkisstjórnarsamstarfsins.
Ástæðan er auðvitað mikið fylgistap í seinni tíð.
Hinn gamli og stóri, valdamikli og sjálfsöruggi flokkur er ekki lengur svipur hjá sjón. Sárt er fyrir flokksmenn að Samfylkingin skuli nú vera með tvöfalt fylgi Sjálfstæðisflokksins og að Miðflokkur Klaustur-munkanna vígreifu skuli mælast með heldur meira fylgi en höfuðból hægri stefnunnar. Þetta eru auðvitað stórir bitar að kyngja og ekki nema von að fum og fár láti á sér kræla.
**Er fylgistapið VG að kenna?**
Best af öllu er þó að þeir sem mest láta í sér heyra kenna VG um fylgistap Sjálfstæðisflokksins. Sagt er að VG hafi náð að halda um of aftur af framgangi róttækra stefnumála flokksins í anda nýfrjálshyggju og útlendingaandúðar og að það sé helsta skýringin á fylgistapinu.
Því þurfi að slíta stjórnarsamstarfinu sem fyrst og skerpa á stefnumálum í anda nýfrjálshyggjunnar, sem Óli Björn Kárason hefur skrifað um í næstum hverri viku sl. áratug eða svo. Hann og nokkrir félagar hans af sama sauðahúsi eru mest áberandi í hópi þeirra sem kalla eftir stjórnarslitum og róttækari nýfrjálshyggju og meiri útlendingaandúð. Þeir hinir sömu tala líka um mikinn ofvöxt ríkisútgjalda og ríkisafskipta sem orðið hafi á vakt Sjálfstæðisflokksins (það eru að vísu engar staðreyndir sem styðja þetta tal um ofvöxt ríkisútgjalda).
Ég held hins vegar að ofangreindar skýringar á fylgistapi Sjálfstæðisflokksins séu allar meira og minna rangar. Eftirfarandi eru nokkrar ástæður þess.
Fylgistap Sjálfstæðisflokksins var byrjað löngu áður en til núverandi stjórnarsamstarfs kom. Eftir fjármálahrunið 2008, sem flestir kenndu nýfrjálshyggju Sjálfstæðisflokksins um, þá hrökk fylgið niður á mun lægra stig en verið hafði áratugina á undan.
Síðan kom klofningur Viðreisnarfólks og loks hefur löng seta við stjórnvölin tekið sinn toll samhliða vaxandi óánægju almennings með hagstjórnina á síðustu misserum.
Eða halda menn að stórkostleg skattahækkun á skuldug heimili (í formi óvenju mikilla vaxtahækkana og lélegrar hagstjórnar húsnæðismála) hafi engar afleiðingar fyrir þann flokk sem mestu hefur ráðið um hagstjórnina alveg frá 2013, í meira en áratug?
Það heyrir undir “raunsæis-stjórnmál” að hafa svona hluti á hreinu!
**Er enn meiri nýfrjálshyggja leiðin að meira fylgi?**
Halda Sjálfstæðismenn virkilega að fylgi flokksins væri meira ef þeir hefðu fengið að einkavæða stórlega í heilbrigðiskerfinu, skólakerfinu og vegakerfinu, með endalaust auknum gjaldtökum af almenningi í daglegu lífi sínu? Halda þeir að enn meiri færsla hagnaðar af ríkisbönkunum til þeirra ríku í flokknum, með enn meiri einkavæðingu, hefði aukið fylgið meðal almennings? Eða taumlaus eftirgjöf innlendrar orkuframleiðslu til erlendra fyrirtækja og auðmanna í formi vindorkugarða um allt land?
Nei, ég held að þetta hefði ekki verið leiðin til að auka fylgi Sjálfstæðisflokksins. Almenningur er á móti þessu öllu. Almenningur hefur orðið þess meira og meira áskynja að stjórnarhættir Sjálfstæðisflokksins hafa fyrst og fremst verið í þágu fámennrar yfirstéttar mikils eignafólks – og gegn hagsmunum heimila lægri og milli stétta.
Gott dæmi um þetta er húsnæðisstefnan. Hér áður fyrr var Sjálfstæðisflokkurinn málsvari þess að launafólk í millistétt gæti eignast íbúðarhúsnæði (verkalýðshreyfingin barðist fyrir því sama fyrir verkafólk). Nú er Sjálfstæðisflokkurinn bara boðberi “markaðslausna” í húsnæðismálum og frelsis fyrir braskara sem hefur hækkað íbúðaverð meira en í nokkru öðru Evrópulandi sl. 13 ár.
Á sama tíma stefnir í að húsnæðisstuðningur ríkisins við heimilin verði minni á næsta ári en sést hefur sl. 25 ár (þrátt fyrir nýlega hækkun á leigubótum, sem hækkun leiguverðs étur upp að öðru óbreyttu).
Ungt fjölskyldufólk og einhleypir þurfa nú að hafa tekjur langt yfir meðaltekjum til að geta greitt af litlum íbúðum. Hvers vegna skyldi þetta ástand ekki hafa áhrif á fylgi kjósenda við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn? Það voru einmitt þessir tveir flokkar sem báru ábyrgð á niðurlagningu félagslega húsnæðiskerfisins árið 1999. Ef það kerfi væri enn við lýði væri ástand húsnæðismála miklu betra í dag.
Enn stærri skref í átt nýfrjálshyggjustefnu eru því líklegri til að rýra fylgi Sjálfstæðisflokksins meira frekar en að auka það.
**Það sem skýrir fylgistapið betur**
Ég tel þannig að löng stjórnarseta, slæm nýfrjálshyggjustefna og óhófleg þjónkun við fámenna yfirstétt skýri að mestu fylgistap bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Fylgistap VG er af öðrum toga, þ.e. af krefjandi samneyti við helsta hægri flokkinn, sem fyrirséð var að fylgismenn VG myndu illa þola til lengdar. Að því leyti voru það mistök hjá VG að endurnýja stjórnarsamstarfið eftir síðustu kosningar.
Samt getur VG-fólk vel yljað sér við það að þátttaka VG í ríkisstjórninni sl. 7 ár hafi mildað áhrif nýfrjálshyggjunnar hjá stjórninni og að einstök góð mál hafi náðst fram, t.d. í tengslu við kjarasamninga. Áhrif Katrínar Jakobsdóttur skiptu miklu máli fyrir það.
En menn mættu líka muna í því samhengi að þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsókn voru ein í stjórn frá 1995 til 2007 þá var nýfrjálshyggjunni sleppt algerlega lausri. Það gat af sér verulega aukinn ójöfnuð samhliða miklu óhófi í braski og skuldasöfnun fyrirtækja og banka sem leiddi til fjármálahrunsins 2008. VG hefur þannig náð fram einhverri skaðaminnkun í ríkisstjórninni.
Mikið fylgistap VG nú er þannig að hluta ósanngjarnt, en skiljanlegt.
Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar að mestu sjálfur sinnar eigin gæfu smiður þegar kemur að fylgisþróun. Honum hefnist nú fyrir að hafa stjórnað um of í þágu yfirstéttarinnar og skilið eftir miklar innviðaskuldir í heilbrigðismálum, samgöngumálum og húsnæðismálum, sem hafa skaðað samfélagið og lagt miklar byrðar á heimili launafólks á síðustu misserum.
*Stefán Ólafsson er prófessor emeritus við HÍ.*
Þetta er bara helvíti góð greining, þótt ég sé með sjálfræn viðbrögð gegn því að þakka Katrínu fyrir eitt né neitt þar sem seta hennar í stjórnnni sem hún á að hafa mildað tryggði setu Sjálfstæðisflokksins