4 Comments

  1. Áhugaverðar pælingar. Held það sé alveg rétt að við þurfum að hafa verulegar áhyggjur af fæðingartíðni hérlendis, en held líka að reyna að höfða til “samfélagslegrar ábyrgðar” í þeim efnum er aldrei að fara að virka.

    Held að einhverjir fjárhagslegir hvatar, hvort sem þeir komi í formi barnabóta eða lengra fæðingarorlofs, geti hjálpað. En ég held samt að stærsti þröskuldurinn sé annars vegar leikskólamál og hinsvegar húsnæðismarkaðurinn. Ef fólk gæti stólað á það að geta keypt 4 herbergja íbúð án þess að skuldsetja sig upp úr öllu valdi, og að fá leikskólapláss í hverfinu sínu þá væri fólk mun meira til í að eignast börn. Bæði fyrr á lífsleiðinni, og líka fleiri.

  2. Haha, þegar BARNSLAUS pör hafa varla efni á að leigja sér 2 herbergja íbúð, þá eru barneignir ekki ofarlega á listanum.

  3. SicklyPiglet on

    Fólk sem nær ekki endum saman ætti ekki að eignast börn. 

  4. Nýbakaðir foreldrar sem ég vinn með eiga í miklum erfiðleikum með að láta þetta allt ganga upp. Það er ekki vegna fjárhagsörðuleika, heldur bara hreins þjónustu- og innviða-skorts.

    Ef að þessir foreldrar, í þessum aðstæðum í lífinu, lenda í stanslausu veseni án þess að fjárhagsstaða þeirra sé ástæðan þá hryllir mig einfaldlega við því að hugsa til þess hvað fólk í verri fjárhagsaðstæðum er að fást við.

    Og auðvitað er eina lausnin við öllum þessum þjónustuskort dýr þjónusta rekin af óniðurgreiddum einkaaðila, eða vinnumissir – svo ég ímynda mér að hægt og bítandi byrjar fjárhagsstaðan að verða aðkallandi.

Leave A Reply