Abseits des Feldes: Wenn mächtigen Menschen der Frauensport am Herzen liegt – Vísir

https://www.visir.is/g/20242603743d/utan-vallar-thegar-folk-laetur-kvennaithrottir-sig-varda

Von birkir

4 Comments

  1. > Áhrifamiklir einstaklingar á við Elon Musk, J.K. Rowling, Logan Paul og Richard Dawkins fóru mikinn á samfélagsmiðlum og fordæmdu það að „karlmanninum“ Khelif hafi verið hleypt í hringinn í kvennaíþrótt á stærsta sviðinu.
    >
    > Þær fullyrðingar eiga við engin rök að styðjast. Margur greip þær hins vegar á lofti og skyndilega var hálfur heimurinn orðinn sérfræðingur í litningafræðum og viss um að þarna væri karlmaður á ferðinni.

    >[…]

    >Nú, þegar áhrifafólk líkt og Musk og Rowling lét sig íþróttir kvenna loksins varða, voru það úthrópanir á fölskum grundvelli um jafnræði í keppni. Vegna meints óréttlætis sem var alls ekki til staðar.

    >[…]

    > Kynjamál verða áfram þrætuepli í íþróttum en færa má rök fyrir því að stærri vandamál sem hafa töluvert meiri áhrif á íþróttir kvenna verðskuldi fremur athygli. Launamunur kynjanna, munur á æfingaaðstöðu, kynjamunur á sýnileika og munurinn á tækifærum til íþróttaiðkunar milli kynja sem sýnir sig víða um heim.
    >
    > *Það má að minnsta kosti vona að það mektarfólk sem lætur sig nú varða ætlað misrétti innan íþrótta kvenna verði jafn ötulir talsmenn jafnréttis milli íþrótta karla og kvenna.*

  2. villivillain on

    Allt þetta dæmi er svo afhjúpandi fyrir vonda fólkið á Íslandi. Nordic Masculinity / Brotkast menningarstríðsmönnunum, sem hafa undanfarið þóst berjast gegn kynbundnu ofbeldi (ef útlendingar fremja það) er nefninlega ekki svo annt um konur. Svona náungar eru alveg tilbúnir að níðast á einni konu frá Miðausturlöndum, til að koma höggi á transkonur þótt transkonur hafi ekkert með málið að gera.

Leave A Reply