Über 85 Prozent der Wohnungen im Hauptstadtgebiet kosten über 60 Millionen

https://www.visir.is/g/20242587192d/yfir-85-prosent-ibuda-a-hofudborgarsvaedinu-kosta-yfir-60-milljonir

Von ulfhedinnnnn

6 Comments

  1. MoistiestNord on

    Um leið og ég er búinn í skólanum mínum er ég farinn úr landi, ætla ekki að láta bjóða mér upp á þetta rugl

  2. Alltaf þegar maður heldur að fasteignaverð sé búið að toppa þá kemur aaaaðeins meiri hækkun.

  3. Unga fólk, flýið. Ég er miðaldra og á íbúð sem er líklega búin að rúmlega tvöfaldast í verði síðustu 9 ár. Ég er ekki ríkur en ætti að geta skipt niður í minni íbúð þegar ég er orðinn gamall, steypa fyrir steypu.

    Komið ykkur í þjóðfélag þar sem lánin greiðast niður, ekki láta verðtryggingu eða okurvexti éta ykkur næstu áratugi.

    Börnin mín þurfa á húsnæðismarkaðinn á næstu árum, ég sé enga lausn þar fyrir þau.

  4. Public-Apartment-750 on

    Eg er ein af þeim sem gat keypt húsnæði vegna skaðabóta. Ég veit um ansi margt fólk.
    Sem hefur bara getað það með því,arfi eða fyrirframgreiddum arfi. Þar áður var flutt 6x á fimm árum og peningur bundinn o tryggingu og húsaleiga for bara hækkandi

    Ég keypti þegar vextir voru lágir á óverðtryggðum lánum og festi vextina. Síðan hafa eru vextir hækkað úr 4,7% í 8,75%. Ég er þó að eignast í fasteign en ekki láta vextina éta allt upp. Ég lit því ekki við verðtryggðu og mun endurfjármagna ég vextir lækka. Þetta er ákv fortéttindastaða og ég geri þér grein fyrir því.

    Það er dýrt að taka óverðtryggð lán enda græða bankar meira á því að gefa út verðtryggð lán og hafa háa vexti

    85% er mikið. Offramboð á dýrum eignum og virðist ekkert lát á að byggja fjölbýli með bílskýli sem hækkar verð töluvert

    Á 5 árum hækkaði eignin min um 25 m í fasteignamati. Að sama skapi hafa launahækkanir ekki fylgt því eftir og gæti ég ekki eignast hana í dag þrátt fyrir að hafa átt f innborgun þegar ég keypti hana

    Þetta er svo súrt og ömurlegt að horfa á eftir fólki flýja úr landi með sinn auð sem er menntun og/eða starfsreynsla

  5. chaos-consultant on

    Hverjar eru kröfurnar þegar það kemur að því að fá lán? Hér í Danmörku talar maður um þumalputtareglu sem segir að maður geti fengið húsnæðislán upp á uþb 3-4 heildartekjur. 60m í Danmörku(3m DKK) væri þarafleiðandi ómögulegt fyrir frekar frekar mörg pör.

  6. Endar með að leigufélög kaupa mest af þessu og leiguverð verður hátt. allt húsnæði sem að fer yfir 60 millur er komið úr færi meirihluta kaupenda í dag. Bæði vextir á lánum og greiðsluþak Seðlabankans eru að tryggja það.

    Það þyrfti að endurskoða öll lög um leiguhúsnæði strax því að það er að fara að verða ráðandi búsetuformið á landinu næstu áratugina og það er einfaldlega of dýrt að leigja í dag. Gætum verið að sigla inn í verulega slæmt ástand í húsnæðismálum.

    Sá flokkur sem að kemur með heildrænustu lausnina sem að vinnur fyrir leigjendur gæti verið að fá talsvert fylgi. En það er ekki séns að það gerist.

    En já, tl;dr er þetta:

    Það er enginn að fara að flytja að heiman fyrir 25 ára aldurinn.

Leave A Reply