Über den Flug des Geiers – Index

https://www.visir.is/g/20242579688d

Von sterio

1 Comment

  1. Fólk sem á pening veit að peningar leysa flest leysanleg vandamál.

    Þessvegna finnst mér sorglegt þegar ég sé peningakalla tala um vandamál íslenskukennslu, og íslenskrar menningar, sem eitthvað annað en skort á fjármagni. Ég fæ það óneitanlega á tilfinninguna að þeir viti alveg að þeir séu að tala fyrir einhverju öðru en lausnum á vandamálum íslenskunnar og þau vandamál eru því bara átylla hjá þeim en ekki eitthvað vandamál sem skuli leysa. Ef það væri leyst myndi átyllan líka hverfa.

    Listamannalaun, ekki bara til sömu menningar elítunnar og hefur þegið listamannalaun seinustu 40 ár. Líka til annara sem vilja prófa eitthvað nýtt listform sem mun fá gamla kalla eins og mig til að fussa og sveia. Raunveruleg íslenskukennsla fyrir aðflutt vinnuafl, ekki bara íslenskukennsla sem enginn getur í raun nýtt sér nema sérfræðingar í þægilegri skrifstofuvinnu. Hið seinna er samt það sem er dragið upp á svið þegar það þarf að pönkast í Stéttarfélögum eins og Eflingu – svo gerist ekkert í þeim málaflokki eftir það. Það er fólk að nýta sér slæma stöðu íslenskunnar til að “Union Bösta” smá – ekki til að efla íslenskuna og íslenska menningu.

    Helstu óvinir íslenskunnar, og íslenskrar menningar, eru þeir íslendingar sem vilja halda þessum málaflokkum í ólestri til þess að nýta sér vandamálin sem þau skapa sér sjálfum til framdráttar – en þetta sama fólk mun auðvitað benda á annað fólk en sig sjálft sem rót vandans. Raunverulegir vinir íslenskunnar styðja listamannalaun, aukið fjármagn í menntastofnanir og þar með laun starfskrafta þeirra, ókeypis íslenskunámskeið á launuðum vinnutíma fyrir aðflutt vinnuafl, osfv. Við verðum að taka fólk sem vill leggja fjármagn og vinnu í málaflokkanna fram yfir glyminn í þeim sem vilja viðhalda vandamálinu og nota það til að fanga sér athygli.

Leave A Reply