Psychose nach ADHS-Medikamenten • Medizinischer Fall

https://www.laeknabladid.is/tolublod/2023/0708/nr/8375

Von birkir

3 Comments

  1. >Vegna aukningar á dópamíni á taugungamótum í miðtaugakerfinu geta öll örvandi ADHD-lyf valdið geðrofi eða örlyndi hjá sumum einstaklingum […] Hér verður rakið sjúkratilfelli ungs manns sem fór í alvarlegt geðrof rúmum mánuði eftir upphaf metýlfenídat-meðferðar.

    * Geðrof vegna notkunar örvandi efna er vel þekkt og oftast tengt notkun amfetamíns eða kókaíns.

    * Undir þennan flokk fellur einnig geðrof í tengslum við töku ADHD-lyfja sem sjást nú oftar en áður eftir því sem notkun lyfja eins og metýlfenídats og lisdexamfetamíns hefur aukist hér á landi og erlendis.^11

    * Þeir sem fara í geðrof af völdum örvandi efna jafna sig oftast frekar fljótt eftir að notkun er hætt og þróa almennt ekki varanleg geðrofseinkenni eða neikvæð einkenni sem eru hins vegar algeng hjá einstaklingum með geðklofa.^10

    * Geðrofseinkenni geta einnig komið fram í tengslum við neyslu vímugjafa og sem hluti af einkennarófi annarra geðsjúkdóma eins og geðhvarfa. Þau geta einnig komið fram eftir notkun stera í meðalháum eða háum skömmtum

    * Í fylgiseðlum metýlfenídat-sérlyfja segir að geðrof sé sjaldgæf aukaverkun sem búast megi við hjá 0,1-1% sjúklinga.

    * **Miðað við fjölda fullorðinna notenda metýlfenídats hér á landi má áætla að að minnsta kosti 10 manns hafi farið í geðrof í tengslum við notkun þess árið 2022.**^5

    —-

    Tekið upp úr [greininni](https://www.laeknabladid.is/tolublod/2023/0708/nr/8375) “Geðrof í kjölfar ADHD-lyfjameðferðar: Sjúkratilfelli.” (2023). Höfundar: Ragna Kristín Guðbrandsdóttir (læknanemi, læknadeild Háskóla Íslands), Engilbert Sigurðsson (læknir, læknadeild Háskóla Íslands og geðsviði Landspítala) og Oddur Ingimarsson (læknir, læknadeild Háskóla Íslands og geðsviði Landspítala).

    Í greininni er einnig ítarlega farið í tilfelli ungs manns sem var að hækka sig úr byrjunarskammt á Concerta og lenti í langvinnu og alvarlegu geðrofi:

    >Upphaf alvarlegra geðrofseinkenna í þessu tilfelli virðist vera skýrt tengt örvandi lyfjameðferð í tíma sé litið til þróunar einkenna, upphafs lyfjameðferðar og skammtahækkunar úr 18 mg í 27 mg. Þó er erfitt að fullyrða um þátt þess í orsakasamhenginu þar sem sjúklingur er líklega með aukna undirliggjandi geðrofsáhættu vegna ættarsögu um geðrof hjá tveimur ættingjum og vegna mögulegrar einhverfurófsröskunar sem er þekktur áhættuþáttur fyrir geðrofi.^17 Það er hins vegar ljóst að metýlfenídat hefur að minnsta kosti verið samverkandi orsakaþáttur í upphafi veikindanna og hugsanlega átt þátt í þróun langvinns og alvarlegs geðrofs hjá þessum einstaklingi. Því er vert að undirstrika að greining og meðferð ADHD hjá fullorðnum er vandmeðfarin þar sem aðrar geðraskanir, svo sem kvíðaraskanir, þunglyndi, geðhvörf og geðrofssjúkdómar, geta valdið ADHD-líkum einkennum en geta einnig verið til staðar samhliða ADHD.

  2. Ég var downvote-aður hérna inni fyrir að benda á að það eru ekki það mörg ár síðan að lyf sem heitir OxyContin var markaðsset sem öruggur ópíóði. Mig grunar að þessi ADHD lyfjabylgja eigi eitthvað sameiginlegt með þeirri “bylgju”. Það átti að vera mjög öruggt lyf vegna þess að ópíóðarnir væru með time release kerfi. Mjög svipað pitch og er verið að segja um þessi amfetamínlyf.

  3. chaos-consultant on

    > Gríðarleg aukning hefur verið í ávísunum á örvandi lyfjum til meðhöndlunar á ADHD á síðustu árum á Íslandi, bæði meðal barna og fullorðinna, en yfir 150% aukning hefur verið á fjölda ávísana frá 2012-2022.5 Árið 2022 fengu 8,1% barna og 4,7% fullorðinna örvandi lyfjum ávísað hér á landi, **en algengi töku lyfjanna er þó langmest í dag hjá 10-17 ára drengjum en 18% þeirra fengu ávísað ADHD-lyfi á árinu 2022**. Það hlutfall er vel yfir mati á algengi ADHD hjá börnum og unglingum samkvæmt rannsóknum.

    Þetta er algjör bilun. Er fólk bara búið að gefast upp á því að ala upp börnin sín, og strax og eitthvað er ekki eins og það á að vera, þá er þeim bara gefið amfetamín? Ég get alveg ímyndað mér að börn í dag eigi erfitt með að einbeita sér, en er þetta ekki bara það sem fólk fékk með í kaupin þegar það bjó til þessi ipad-börn?

    Ég hef lengið verið á þeirri skoðun að þetta geti bara ekki verið svona algengt, en ég er auðvitað bara rasshaus með læknismenntun sem nær rétt yfir að hafa horft á Dr. House. Þessar tölur virðast samt vera sammála mér.

Leave A Reply