Tags
Aktuelle Nachrichten
America
Aus Aller Welt
Breaking News
Canada
DE
Deutsch
Deutschsprechenden
Europa
Europe
Global News
Internationale Nachrichten aus aller Welt
Japan
Japan News
Kanada
Konflikt
Korea
Krieg in der Ukraine
Latest news
Map
Nachrichten
News
News Japan
Russischer Überfall auf die Ukraine seit 2022
Science
South Korea
Ukraine
UkraineWarVideoReport
Ukraine War Video Report
Ukrainian Conflict
UkrainianConflict
United Kingdom
United States
United States of America
US
USA
USA Politics
Vereinigte Königreich Großbritannien und Nordirland
Vereinigtes Königreich
Welt
Welt-Nachrichten
Weltnachrichten
Wissenschaft
World
World News
1 Comment
Fyrsta grein í umfjöllun af vettvangi þar sem Jóhannes Kr. hefur verið, á bráðamóttöku Landspítalans, undanfarna fjóra mánuði.
Þetta er langur lestur. 25 blaðsíður eða 7000 orð, eftir að hafa kópíað þetta í Word. Svo er klukkutíma langur hlaðvarpsþáttur til viðbótar [hér](https://heimildin.is/spila/967/). Upptökur af vettvangi, spjall við starfsfólk.
Sláandi frásögn og myndin í greininni af eldri konu sem liggur á gangi bráðamóttökunnar þar sem maður í brjálæðiskasti gengur berserksgang og hjúkrunarfræðingur notar líkamann sinn til að skýla sjúklingnum frá fljúgandi stólum og fleiru.
> Það er kvöld og Mette hjúkrunarfræðingur er að vinna á B svæðinu. Sjúklingur sem var handtekinn þurfti á læknisþjónustu að halda og að henni lokinni átti hann að fara í fylgd lögreglu. Hann varð ósáttur og byrjaði að öskra og vera með mikil læti. Hann kastaði meðal annars stól á svæði B og hópur starfsmanna, auk tveggja lögreglumanna, reyndi að róa manninn niður. Á ganginum voru nokkrir sjúklingar og Mette hjúkrunarfræðingur skýldi einum þeirra, eldri konu, svo hún yrði ekki fyrir stólum eða öðru sem sjúklingurinn gæti kastað frá sér. „[Lögreglan var þarna og ég stóð yfir henni og skýldi henni.](https://heimildin.is/media/uploads/images/thumbs/r0gtWAZNz9G1_1080x1592_Pk0ZJLsL.jpg) Ég sagði við hana: þú ert örugg, þú ert örugg og endurtók það mörgum sinnum. Við horfðumst djúpt í augu,“ segir Mette, sem varð sjálf hrædd í atganginum.
>
> „Ég get bara sagt að á öllum mínum árum hér þá var þetta hræddasta kona sem ég hef séð hérna – sem er bara hrædd út af aðstæðum – ekki út af veikindum, slysi eða aðstandendum. Og það sem er líka sérstakt núna er að við getum ekki fært fólk í burtu frá aðstæðunum. Hvert áttum við að færa þessa þrjá sem voru á ganginum þar sem þessi maður var alveg tjúllaður? Meira að segja frammi á biðstofu var fólk að fara sem heyrði lætin,“ segir Mette, sem í lok vaktarinnar fékk falleg skilaboð. „Þessi gamla kona sem varð svona ofboðslega hrædd var að fara heim og kallaði í mig og sagði: Ég ætla bara að segja þér – þakka þér kærlega fyrir að halda svona utan um mig, þetta gerði mig örugga. Það er svo gott að fara heim svona. Henni leið vel og mér leið alveg ótrúlega vel að heyra þetta.“