7 Comments

  1. PM_ME_ALL_UR_KARMA on

    Offita veldur ýmsum kvillum sem á endanum kosta heilbrigðiskerfið gríðarlega mikið. Fækkun fólks sem þjáist af offitu er því gott fyrir heilbrigðiskerfið.

    Líklega er mun ódýrara að niðurgreiða þessi lyf fyrir alla en að bíða eftir langtímaskaða offitu.

  2. Algerlega, offita og veikindi sem henni fylgja kosta kerfið fullt af pening. Þetta er líklega mikill sparnaður.

  3. frikkasoft on

    Nei, heilbrigt fólk á ekki að taka þessi lyf þó það sé í yfirþyngd. Farið bara í ræktina og borðið hollan mat.

  4. auðvitað eiga sameiginlegir sjóðir að borga meira fyrir fyrirbyggjandi inngrip þegar þau inngrip eru til þess fallin að spara almannafé til lengri tíma litið, sér í lagi ef þú getur á sama tíma líka sparað því fólki sem kýs að fara í þessa meðferð þá sjúkdóma og fylgikvilla sem tengjast offitu, frekar en að láta fólk þjást og ala á vandamálum sem verða enn kostnaðarsamari fyrir almannafé með tímanum

    auðvitað eiga líka að vera takmarkanir á því hverjir fá þetta niðurgreitt. South Park (af öllum) voru með [ágætis þátt](https://en.wikipedia.org/wiki/South_Park:_The_End_of_Obesity) um þetta; hversu erfitt það er fyrir fólk að fá aðgang að lyfinu sem þarf mest á því að halda og hversu margir trendfollowers eru á lyfinu fyrir ‘síðustu 5 aukakílóin’

  5. “Hún fær enga niðurgreiðslu og sér fram á að borga rúmlega 300 þúsund á ári fyrir lyfið.”

    “Á stundum ekki fyrir næstu sprautu Það hafi gerst að hún geti ekki keypt mánaðarskammtinn vegna kostnaðar.”

    Möguleg lausn: Leggja þessar 300 þúsund á ári í sparibaukinn, og eiga í staðin ekki fyrir nægum mat til að halda við yfirþyngd.

  6. Ég veit nú ekki mikið um þetta lyf.

    En mig þykir það fjandi áhugavert hvað umræða um niðurgreiðslu þess er meira í umræðu frekar en tannlækningar, geðheilsa og fleira.

  7. Ef þetta snýst um þyngdarstjórnun, þá er ég hlynntur greiðsluþátttöku ríkisins ef aðrar leiðir eru fullreyndar fyrir einstakling að létta sig. Lyf ættu að vera með síðustu úrræðum.

Leave A Reply