Zwei junge Männer „in Brand gesteckt“ nach schweren Übergriffen beim Nationalfest

https://heimildin.is/grein/22442/settir-a-gud-og-gaddinn-a-thjodhatid/

Von skogarmadur

3 Comments

  1. skogarmadur on

    Beint koppí peist fyrir ykkur sem ekki eruð með áskrift hjá Heimildinni. Það er líka umfjöllun á bæði RÚV og Vísi, sjálfsagt víðar líka. En mér fannst umfjöllun Heimildarinnar fara dýpst í málið.

    Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“ eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð

    For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

    Ofbeldismaður sonar míns gekk laus í tæpa tvo sólarhringa eftir árásina og gengur enn laus. Lögregla keyrði son minn í sjúkratjaldið eftir árásina en virðist ekki hafa skráð atvikið, sagðist ekkert geta gert. Ég hringdi í 1 1 2 að kvöldi sunnudags, tæpum sólarhring eftir árásina og var gefið samband við fjarskiptamiðstöð. Þar er mér sagt að hringja á þriðjudagsmorgunn. Ég spyr þá hvort ofbeldismaðurinn eigi að fá að ganga laus í Herjólfsdal en það var fátt um svör.“

    Þetta segir faðir ungs manns sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás aðfaranótt sunnudags á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Sonur hans er 21 árs. Hann er nefbrotinn og ennisbrotinn eftir árásina. Faðirinn segir að ókunnugur maður hafi ráðist á hann og skallaði hann í andlitið. Síðan hafi hann gripið um háls sonar síns og kýlt hann margsinnis í andlitið.

    Hinn ungi maðurinn er 19 ára og var að sögn móður hans laminn með glerflösku í andlitið laust eftir miðnætti aðfaranótt mánudags. Hann skarst mjög illa eins og sjá má á myndum sem þau hafa sent Heimildinni og móðir hans segir að sauma hafi þurft 38 spor í andlitið á honum. Hún segir að lögfræðingar sem fjölskyldan hefur ráðfært sig við síðustu daga segi að um stórfellda líkamsárás að ræða, glæp sem varði allt að sextán ára fangelsi.

    Þung höfuðhögg

    Ungu mennirnir þekkjast ekki en þeir og fjölskyldur þeirra hafa hist eftir árásirnar til að styðja við hvert annað og ráða ráðum sínum um framhaldið. Þau eru mjög ósátt við það sem þau kalla aðgerðaleysi lögreglu og annarra sem hafi átt að bregðast við og gæta öryggis gesta hátíðarinnar. Faðir 21 árs mannsins segir son sinn hafa fengið þung höfuðhögg og móðir 19 ára mannsins segir hann hafa rotast í árásinni og að læknir í sjúkratjaldinu hafi talið að hann væri með heilahristing. Þrátt fyrir þetta hafi þeim verið vísað út úr sjúkratjaldinu eftir að gert hafi verið að sárum þeirra. Þeir hafi ekki fengið frekari aðhlynningu. Þá virðist sem atvikin hafi ekki verið skráð í dagbók lögreglu.

    Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum segir að kannað verði „hvort einhverjir lögreglumenn hafi fengi vitneskju um þetta og hverslags vitneskju.“

    Hann segir einnig að þessi atvik kalli á að farið verði betur yfir feril slíkra mála með heilbrigðisstarfsfólkinu sem var að vinna í dalnum til að öruggt sé að allar upplýsingar um alvarlegar líkamsárásir berist til réttra aðila.

    „Hvernig má það vera að svona alvarleg árás sé hvergi skráð, að enginn tilkynni hana. Er verið að þagga hlutina niður? “

    Móðir 19 ára manns sem varð fyrir líkamsárás á Þjóðhátíð

    Móðir yngri mannsins hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra vegna málsins. Hvorki foreldrarnir né ungu mennirnir, synir þeirra, vilja koma fram undir nafni enn sem komið er. „Við þurfum að vernda strákana, þeir eru undir miklu álagi og eiga strangt bataferli fyrir höndum,“ segir hún.

    „Gert að bera ábyrgð á stórslösuðum litla bróður sínum“

    Móðir yngri mannsins sem ráðist var á lýsir atvikinu svona:

    „Sonur minn var að labba gegnum mannmergðina í átt til vina sinna nálægt sviðinu í dalnum þegar einhver réðst skyndilega að honum og lamdi hann með glerflösku í höfuðið. Hann rotaðist, fékk heilahristing og það þurfti að sauma 38 spor í andlitið hans. Lögregla á staðnum sagði að ef hann vildi gefa skýrslu eða kæra þyrfti hann að koma á lögreglustöð og ef hann væri ekki í ástandi til þess þyrfti hann að gera það þegar heim væri komið. Læknir sem gerði að sárum hans sá ekki ástæðu til að senda hann á sjúkrahús né tilkynna atvikið til lögreglu. Það tók tvær klukkustundir að sauma saman skurðina í andliti drengsins míns og að því loknu var honum vísað út úr sjúkratjaldinu.“

    Eldri bróður hans sem er 22 ára hafi verið falin ábyrgð á yngri bróður sínum. „Honum var gert að bera ábyrgð á stórslösuðum litla bróður sínum. Sem betur fer fengu þeir athvarf hjá konu í einu af hvítu tjöldunum í dalnum. Hann hringdi í okkur foreldrana og sagði okkur frá því sem hafði gerst og síðan vakti hann yfir bróður sínum og passaði að hann sofnaði ekki. Enda var hann með heilahristing.“

    Það sama hafi gerst með hinn unga manninn segir konan, „fagfólk á staðnum setti ungu mennina, sem voru með mikla áverka og höfðu fengið þung höfuðhögg, á guð og gaddinn“.

    Ekki náðist í forstjóra HSU við vinnslu fréttarinnar.

    Starfsfólki bráðamóttöku hafi verið brugðið

    Klukkan sex að morgni mánudagsins 5. ágúst, segir konan að sonur hennar sem ráðist var á hafi lagt af stað heim á leið með Herjólfi.

    „Eldri sonur minn spurði bæði lögreglu og fólk sem starfaði þarna við öryggisgæslu hvort einhver gæti keyrt þá niður á höfn en það var ekki hægt. Þeim var sagt að hringja á leigubíl. Eftir margar árangurslausar tilraunir til að fá leigubíl löbbuðu þeir niður á höfn,“ segir mamma þeirra.

    Þegar sonur hennar sem ráðist var á kom til Reykjavíkur leitaði hann á bráðamóttöku. „Þar var hann í rannsóknum í fimm klukkustundir. Læknum og hjúkrunarfólki þar var brugðið þegar ég sagði þeim að hann hefði verið saumaður saman í sjúkratjaldinu, síðan vísað þaðan án frekari eftirfylgni og að bróðir hans hefði setið yfir honum þar til hann komst um borð í Herjólf.“

    Daginn eftir fór sonur hennar til augnlæknis. „Til allrar hamingju kom í ljós að ekki hafði blætt inn á heilann og hann er óbrotinn. Hann er hins vegar með blæðingu í auga sem verður skoðuð betur á næstu dögum,“ segir móðir hans og bætir við að sú hugsun hvað hefði gerst ef blætt hefði inn á heila hafi leitað stöðugt á hana síðustu daga.

    „Þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.“ Nógu slæmt hafi verið að hann hefði verið sendur út úr sjúkratjaldinu með heilahristing, illa áttaður og mikið slasaður.

  2. oki_toranga on

    À íslandi er ekkert eftirlit með lögreglunni

    Ég hef þurft að vinna með búningum og rannsóknarlögreglunni í nokkrum verkefnum fyrir ríkisstofnun.

    Af þessum 30-50 lögreglumönnum sem ég hef unnið með varð ég nànast fyrir àfalli.

    Ég man eftir 3 faglegum starfsmönnum restin virtist halda að þau væru willsmith í einhverri badboys bíómynd og màlin snérust meira um hversu kúl þau væru heldur en að fara eftir verkferlum eða vinna vinnuna sína, ótrúlega sorglegt lið.

  3. Sem aðili sem á ættir að rekja til Vestmannaeyja þykir mér þetta til háborinnar skammar.

    GERIÐ. BETUR.

Leave A Reply